Golfæfingar barna og unglinga
Halldóra Guðmundsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir

Golfæfingar barna og unglinga

Golfæfingar barna eru á þriðjudögum og fimmtudögum. yngri hópur kl 10:00 og eldri kl 11:00. Jón Guðni Sigurðsson sér um æfingarnar ásamt Kristni Justiniano. Á mánudagskvöldum kl 20:00 er skipulagt golf með unglingunum einnig í umsjá Jóns Guðna.

Á myndinn eru eldri krakkarnir.

Read More
Meistaramót GHH, unglingaflokkur
Halldóra Guðmundsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir

Meistaramót GHH, unglingaflokkur

Í ár voru tveir keppendur í unglingaflokki í meistaramótinu en það voru þeir Kristján Reynir Ívarsson sem vann höggleikinn og Ágúst Hilmar Halldórsson sem vann punktakeppnina.

Read More
Meistaramót GHH
Halldóra Guðmundsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir

Meistaramót GHH

Meistaramót Golfklúbbs Hornafjarðar var haldið dagana 11. - 15. júní. Alls tók 43 þátt í mótinu sem er veruleg fjölgun frá fyrra ári. Að móti loknu var boðið upp á lambalæri í golfskálanum.

Klúbbmeistarar GHH árið 2025 eru Halldór Sævar Birgisson og Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir

Read More
Minningarmót Gunnars Hersis
Halldóra Guðmundsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir

Minningarmót Gunnars Hersis

Minningarmót Gunnars Hersis var haldið 30. maí sem er föstudagur fyrir sjómannadag. Mótið var afar vel sótt en 62 golfarar tóku þátt í þetta sinn. Sigurvegari mótsins var Hreiðar Bragi, í öðru sæti var Linda Hermanns og í þriðja var Óli Kristján. Einnig voru veitt verðlaun fyrir 8., 15., 25., 29., 35., 46., 55., og 62. sætið sem og nokkrir skorkorta vinningar voru í boði.

Read More
Halldóra Guðmundsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir

Meistaramót GHH

Það er LOKSINS komið að því að við erum búin að opna fyrir skráningu á meistaramótið! Við ætlum að reyna að hafa skemmtilega viðburði samhliða mótinu og viljum fá ALLA til að taka þátt!

Eins og nafnið felur í sér er mótið aðeins fyrir meistara, en það góða er að það leynist meistari í okkur öllum og þess vegna er mikilvægt að allir klúbbmeðlimir viti, að þetta mót er fyrir alla!!!

Í ár verður keppt bæði í punktakeppni og höggleik í neðstu forgjafarflokkum karla og kvenna, öldungaflokkum og unglingaflokkum! Þetta þýðir að ALLIR/ÖLL/ALLAR geta tekið þátt í keppni við hæfi Þetta mót er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að taka þátt í svo við hvetjum alla til að stökkva í golfboxið og skrá sig!

Mótanefnd hefur klambrað saman keppnisskilmálum sem eru hér meðfylgjandi og mikilvægt að allir kynni sér þá!

Read More
Úrslit í 2. umferð vetrarmótaraðarinnar
Halldóra Guðmundsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir

Úrslit í 2. umferð vetrarmótaraðarinnar

Úrslit í 2. Umferð í vetramótaröðinni í Trackman herminum

Keppt var á St. Andrews Old Course í desember.

15 keppendur spreyttu sig að þessu sinni og voru úrslitin eftirfarandi.

Read More
Meistaramót GHH 2024
Halldóra Guðmundsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir

Meistaramót GHH 2024

Dagana 10. - 13. júlí var meistaramót félagsins haldið á Silfurnesvelli. Keppt var í 8 flokkum að þessu sinni.

Klúbbmeistarar 2024 eru Bergþóra Ágústsdóttir, Halldór Sævar Birgisson og í unglingaflokki Kristján Reynir Ívarsson.

Read More