
Golfklúbbur Hornafjarðar
Við minnum gesti og félagsmenn á að skrá sig á rástíma
Golfæfingar barna eru á þriðjudögum og fimmtudögum. yngri hópur kl 10:00 og eldri kl 11:00. Jón Guðni Sigurðsson sér um æfingarnar ásamt Kristni Justiniano. Á mánudagskvöldum kl 20:00 er skipulagt golf með unglingunum einnig í umsjá Jóns Guðna.
Á myndinn eru eldri krakkarnir.
Í ár voru tveir keppendur í unglingaflokki í meistaramótinu en það voru þeir Kristján Reynir Ívarsson sem vann höggleikinn og Ágúst Hilmar Halldórsson sem vann punktakeppnina.
Meistaramót Golfklúbbs Hornafjarðar var haldið dagana 11. - 15. júní. Alls tók 43 þátt í mótinu sem er veruleg fjölgun frá fyrra ári. Að móti loknu var boðið upp á lambalæri í golfskálanum.
Klúbbmeistarar GHH árið 2025 eru Halldór Sævar Birgisson og Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir