Fyrsta mótinu sem haldið er í golfherminum lokið
Nú eru loksin komin úrslit í Trackman kynningarmót GHH sem fram fór á GC Budersand vellinum. Mótið tókst ljómandi vel og er skemmtileg viðbót við mótahaldið í klúbbnum. Alls tóku 19 leikmenn þátt og var þetta góður lærdómur á það hvernig mót í herminum virka og hvernig er best að setja þau upp. Leikmenn höfðu tvö tækifæri til að bæta skorið og notuðu annað hvort sína Trackman forgjöf eða ¾ af Golfbox forgjöfinni. Þar sem þetta var prufumót erum við ekki með verðlaun að þessu sinna en stefnum ótrauð á að hafa þau í næsta móti.
Úrslit voru eftirfarandi og má líka sjá á myndunum að neðan og tengli.
 Punktar  
1.	Jóna M.  	26 punkta 	 +8 
2. 	Þórgunnur	24 punktar	+6 
3-5.	Finnur, Ingólfur og Gestur 23 punktar +5 
Höggleikur 
1. Jón Guðni 36 högg 
2-4. Hjálmar, Stinni og Halldór S. á 37 höggum 
 
Næstur pinna 4. hola 
1. Gestur 7 metrar 
Næstur pinna  8. hola 
1. Addi Jóns 3,5 metrar 
Lengsta drive  7. Hola 
1. Finnur Ingi 264,4 metrar 
 Nokkur praktísk atriði í lokin.  Hægt er að fylgjast með stöðunni í mótum í Trackman appinu undir Tournament og þar í My tournaments. Þegar mótinu er lokið er farið í History og þar sjást öll mót sem viðkomandi hefur tekið þátt í plús úrslit. 
Í næst móti verður að hafa Trackman forgjöf til að taka þátt. Til þess að fá forgjöf þarf að spila tvo hringi á þess að nota Mulligan. 
Ef leikmaður notar mulligan í móti er það einungis leyfilegt ef að hermirinn telur vindhögg. 
